139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:35]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sú niðurstaða sem við greiðum atkvæði um í dag er ekki draumaniðurstaða en eins og þjóðin hefur upplifað undanfarin missiri búum við ekki í draumaveröld. Niðurstaðan er sú skásta af nokkrum misslæmum. Aðkoma þjóðarinnar að endurskoðun stjórnarskrárinnar mikilvæg en Alþingi mun að sjálfsögðu hafa síðasta orðið.