139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:53]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Miðað við þær tölur sem hafa sést í atkvæðagreiðslu með þeim breytingartillögum sem hér hafa verið lagðar fram virðist stefna í að þessi þingsályktunartillaga um að skipa stjórnlagaráð verði samþykkt með 30 atkvæðum þingmanna. Það er minni hluti þingmanna á Alþingi Íslendinga sem óskar eftir að fara þá leið sem hér er lögð til. Mér þykir það dapurlegt fyrir löggjafann í þessu landi og ég segi nei.