139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[11:54]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Þegar færustu stjórnskipunarfræðingar landsins eru kallaðir á fund allsherjarnefndar í þessu máli og öðrum eru þeir kallaðir þangað vegna þess að þeir eru sérfræðingar á ákveðnu sviði. Þeir voru spurðir í þessu efni einnar meginspurningar sem skiptir öllu máli: Stenst þessi framkvæmd lög? Er hún með einhverjum hætti brot á lögum? Svar þeirra var alveg klárt: (Gripið fram í.) Þetta stenst lög. Þetta brýtur ekki í bága við stjórnarskrána. Við erum ekki að fá þessa stjórnskipunarfræðinga inn í allsherjarnefnd eða aðrar nefndir þingsins til að spyrja þá almennt um skoðun þeirra á pólitíkinni. Þeirri spurningu svörum við sem erum þjóðkjörnir fulltrúar á þinginu.

Hefur í einhverju verið breytt frá þeirri meginreglu að Alþingi Íslendinga sé stjórnarskrárgjafinn í þessu máli? Nei, (Forseti hringir.) á engan hátt. Þess vegna styð ég þetta mál.