139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:02]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Frá því að ég tók fyrst sæti á Alþingi fyrir um aldarfjórðungi hafa mörg kynleg mál komið þar upp. Með tilliti til mikilvægis þess að skila sáttum í þessu máli í samfélaginu þá er þetta það vitlausasta sem þingið hefur tekið til afgreiðslu að mínu mati. Minni hluti Alþingis er að knýja fram afgreiðslu málsins. Ef eitthvað er löglegt en siðlaust á Alþingi ekki að standa fyrir því að siðleysið njóti vafans. Ég segi nei.