139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:08]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þegar Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að kosningar til stjórnlagaþings væru ógildar þá stóðu menn auðvitað frammi fyrir margvíslegum vanda. Í stað þess að takast á við vandamálið og reyna að leysa það var ákveðið að reyna að reyna að redda sér. Það mál sem við erum núna að taka afstöðu til er redding, ekki nokkur skapaður hlutur annar en ómerkileg redding. Ég tel að stjórnarskráin okkar eigi annað og betra skilið en að hefja vegferðina í fullkomnu ósætti um formið sjálft, það boðar ekki gott. Ég segi því nei.