139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:19]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Þær eru margar — get ég fengið hljóð? Það eru margar þúfur á leiðinni að nýrri stjórnarskrá og við virðumst ætla að detta um þær allar. En ég held að það sé kannski vegna þess að ekki var vandað nægilega til verksins í upphafi. Sameinuðu þjóðirnar eru t.d. fyrir löngu búnar að finna upp hjólið en mér finnst við oft vera að reyna að velta þríhyrningi. Það var engin leið góð í þessu en ég held og mér finnst þessi sú besta. Engu að síður erum við komin býsna langt með þennan þríhyrning og ég held að hornin séu farin að slípast af honum. Ég legg til að við klárum þetta ferli, gefumst ekki upp á lokasprettinum. Ég tek undir þær baráttukveðjur sem þingmaðurinn Guðmundur Steingrímsson sendi til þeirra sem tugir þúsunda völdu til setu á stjórnlagaþingi og munu þá væntanlega setjast í stjórnlagaráð. (Forseti hringir.) Ég segi já.