139. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2011.

skipun stjórnlagaráðs.

549. mál
[12:20]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Hér hefur farið fram mikil tískusýning gullinna og gljáfægðra geislabauga en undir heilagleikanum glittir víða á eðlislæg horn og klaufir. Sjálfstæðisflokkurinn er einfaldlega á móti stjórnlagaþinginu, hann kom í veg fyrir þá uppkosningu sem eðlilegust var, hann vill ekki endurskoða stjórnarskrána nema hann sjái um það algjörlega sjálfur. Þannig er það, forseti. (Gripið fram í: Er þetta atkvæðagreiðsla?) Við stöndum hér með stjórnarskránni, með stjórnlagaþinginu, með rétti þjóðarinnar til að ákveða hvað hún vill í þessu efni. Besta leiðin reyndist ófær, en það sem við erum að gera núna er það að við erum að fara ágætan vetrarveg. Ég segi já. (Gripið fram í: Heyr, heyr.) [Kliður í þingsal.]