139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

frumvarp um persónukjör.

[15:19]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Mér finnst þetta mjög mikilsvert mál og mér finnst að þetta mál þurfi að koma fyrir þingið, sérstaklega kannski vegna þess að þessi breyting er fyrir kjósendur. Hún er ekki fyrir okkur. Við skuldum kjósendum það að leggja þetta frumvarp fram. Ráðherrann segir, sem kannski kemur ekki á óvart, að vanir menn svari oft þannig að þeir ætli að gera hlutina, bara ekki núna. Þá ætla ég að spyrja ráðherrann: Ætlar hann að koma þessu máli inn með afbrigðum á þessu þingi eða þarf ég að bíða til næsta þings til að fjalla um það í allsherjarnefnd? (Gripið fram í: … næsta og þarnæsta …)