139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

húsnæðismál.

547. mál
[15:40]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hreyfingin hefur ekki verið hrifin af þeim leiðum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara í skuldamálum heimilanna. Okkur finnast þær í rauninni flestar út í hött og líkari hriplekri tjaldborg en raunverulegri skjaldborg. Við viljum þó ekki standa í vegi fyrir því að viðskiptavinir Íbúðalánasjóðs hljóti sömu kjör og þeir sem eru í viðskiptum við bankana og því munum við sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu.