139. löggjafarþing — 100. fundur,  28. mars 2011.

húsnæðismál.

547. mál
[15:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég skil vel vanda húseigenda vegna verðtryggðra lána og verðbólguskots sem dundi yfir þjóðina. Hins vegar kom fram á fundum hv. félagsmálanefndar að 70% niðurfellingarinnar verða úti á landi og stafa af lágu fasteignaverði miðað við byggingarkostnað, sem er allt annað vandamál.

Svo er ekki hægt að líta fram hjá því að stuðningur við Íbúðalánasjóð verður væntanlega yfir 48 milljarðar, þ.e. meira en allur niðurskurður yfirstandandi árs, og um 400 þús. kr. á hverja einustu fjölskyldu í landinu. Vegna þess arna get ég ekki staðið að þessari leið heldur sit hjá og skora á hv. flokksfélaga mína að gera það sömuleiðis.