139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[14:38]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna því eins og aðrir að verið sé að setja á fót sameinaða stofnun landlæknis og lýðheilsu. Um breytingartillögu sem hér mun koma til atkvæða hef ég það eitt að segja að afstaða mín til hennar hefur ekkert með þjóðerniskennd mína að gera eða virðingu fyrir gamalli karllægri íslenskri sögu. Það er kannski kominn tími til að hugsa nýjar hugsanir og vera í takt við tímann, finna sig í réttri öld. Við erum í 21. öldinni. Ég vona að stofnunin muni heita „landlæknir og lýðheilsa“. (Gripið fram í: Heyr.)