139. löggjafarþing — 103. fundur,  30. mars 2011.

landlæknir og lýðheilsa.

190. mál
[14:43]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Það er alltaf gott að vita að við höfum lag á því að deila um aðalatriðin. Loksins er komin fram alvöruíhaldstillaga og hún frá hv. þm. Merði Árnasyni. Nú rifjast upp fyrir mér það sem minn gamli vinur sagði stundum við mig, Haraldur heitinn Blöndal: Íhaldssemi er dyggð.

Í trausti þess greiði ég þessari tillögu atkvæði mitt.