139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

fyrirhuguð utandagskrárumræða.

[11:07]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég held að það sé alveg kjörið að upplýsa þetta stóra leyndarmál. Ég held að allir sem að þessum málum hafa komið og koma geti fengið upplýsingar á svæðinu. Hér er hæstv. innanríkisráðherra bísperrtur, ég veit að hann er mjög vel máli farinn og getur örugglega tjáð sig um af hverju hann gat ekki farið í þessa utandagskrárumræðu. Þetta er slíkt leyndarmál og ég veit að allur þingheimur bíður óþreyjufullur eftir niðurstöðu í þessu stóra leyndarmáli. (Gripið fram í.) Ég held að það væri alveg kjörið að upplýsa það hér og nú og ég veit að hæstv. innanríkisráðherra og jafnvel fleiri hæstv. ráðherrar eru vel til þess fallnir að upplýsa þetta.