139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[15:08]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég heyri að hv. þingmaður hefur mikinn áhuga á því að verja réttindi fjármagnseigenda. Það hefur ýmislegt snúist við í íslenskri pólitík þegar íslenskir vinstri menn eru farnir að eyða miklu púðri í að verja hagsmuni fjármagnseigenda.

Gott og vel. Ég skil hv. þingmann ekki öðruvísi en svo að hann vilji að í rauninni sé ríkisábyrgð á rekstri allra stóru bankanna. Hann lýsti því yfir að íslenska ríkið kæmi alltaf til bjargar ef einn þeirra færi á höfuðið. Það er hins vegar ljóst, og er þá upplýst, að hv. þingmaður hefur ekki djúpa sannfæringu fyrir því að þetta frumvarp nái þeim markmiðum sem að er stefnt. Hv. þingmaður sagði að hér væri verið að stíga mikilvægt skref í þá átt, en gat ekki fullvissað mig um að markmiðunum væri náð. Það er það sem þetta frumvarp gerir, það veitir falska vernd, sýndarvernd, (Forseti hringir.) en ekki þá vernd sem að er stefnt.