139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[15:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill minna á að þingmálið er á forræði Alþingis við 3. umr. Engu að síður telur forseti rétt að verða við beiðni hv. þingmanna og óska eftir því að hæstv. ráðherra komi hér og hlýði á mál manna. Forseti veit að hæstv. ráðherra hefur verið upptekinn á fundi sem senn er að ljúka, ef honum er ekki lokið. Ég geri fastlega ráð fyrir að hann muni koma hér um leið og þeim fundi lýkur. Ég bið hv. 3. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, Sigurð Kára Kristjánsson, að hefja mál sitt og síðan sjáum við til hvort ráðherra verður kominn í hús. Það er alsiða hér að menn hefji mál sitt meðan forseti kallar á ráðherra.