139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[16:27]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta viðskn. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Ég þakka ráðherranum fyrir svörin svo langt sem þau ná. Ég vil ítreka spurninguna um A- og B-deild, þ.e. að þetta séu tvær stofnanir, og ætla að gefa ráðherranum tíma hér til að svara. Mig langar kannski aðeins til að bæta við spurninguna og spyrja hvort ráðherranum fyndist koma til greina að vera með einhvers konar endurtryggingakerfi á þessu sviði, á sama hátt og viðlagatryggingar hér á landi eru t.d. endurtryggðar annars staðar.