139. löggjafarþing — 104. fundur,  31. mars 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[17:33]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Vissulega vil ég tryggja og hjálpa og aðstoða innstæðueigendur en ég vil ekki plata þá. Ég vil ekki plata innstæðueigendur eins og yfirlýsingar ráðherra eru ætlaðar til. Það er ekki nóg að ráðherra lýsi því yfir að það sé ríkisábyrgð á innstæðum, engin lög, ekki fjárlög, ekki fjáraukalög, ekkert gert, ekki neitt. Það getur vel verið að einhverjir innstæðueigendur hafi látið plata sig en það er ekki fallegt að gera það og ekki gott fyrir innstæðueigendur. Það er enn verra ef menn þykjast ætla að taka upp einhverja tryggingu á innstæðum samkvæmt módeli Evrópusambandsins sem er meingallað og tryggir í raun ekki neitt ef áfall verður. Það er ekki fallegt.

Auðvitað liggur kúnstin í því að bankar fari ekki á hausinn, að þeir séu reknir þannig og að eftirlitið sé þannig að (Forseti hringir.) menn geti treyst þeim.