139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

kostnaður við Icesave-samninganefnd.

[10:37]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Mér heyrðist hæstv. ráðherra segja að kostnaðurinn lægi í hundruðum milljóna króna. Þá hlýtur hæstv. ráðherra að hafa einhverja hugmynd um hversu mörgum hundruðum milljóna króna kostnaðurinn liggur í þegar um slíkar upphæðir er að ræða. Getur hæstv. ráðherra svarað því um það bil hversu mörg hundruð milljóna króna vinna nefndarinnar hefur kostað?

Svo ítreka ég spurninguna um það hvort einhver vinna hafi bæst við hjá samninganefndinni, einhver kostnaður eftir desember á síðasta ári.

Einnig væri fróðlegt ef hæstv. ráðherra gæti svarað því hvort hann hafi haft samráð við hv. þm. Björn Val Gíslason um að hv. þingmaður legði fram fyrirspurn um þetta mál eftir að fjölmiðlar báru sína spurningu upp við fjármálaráðuneytið. (Utanrrh.: Björn Valur … samráð við …)