139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:11]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Hér er gegnið til atkvæða um tillögu meiri hluta efnahags- og skattanefndar sem lýtur að því að sjúkratryggingar verði skattfrjálsar eins og verið hefur í framkvæmd um langt árabil en breyttist með úrskurði yfirskattanefndar og dómi héraðsdóms fyrir nokkru. Verði þær tillögur sem hér eru fram lagðar að lögum geta 40 þúsund tryggingartakar í sjúkratryggingum treyst á að verði þeir fyrir áföllum sem þeir fá bætt af tryggingum sínum, muni skattyfirvöld ekki seilast í þær bætur í þeirri erfiðu stöðu sem fólk er í heldur geti það nýtt þær til að mæta þeim áföllum sem það hefur orðið fyrir vegna sjúkdóma.