139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:12]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Árið 1995 var hafin sala á þeim sjúkratryggingum sem hér eru til umræðu. Tíðkast hefur að eingreiðslur sem borgaðar eru út úr þessum tryggingum séu skattfrjálsar. Nú bar svo við í desember á síðasta ári að dómur féll í Héraðsdómi Reykjaness um að það væri ekki í samræmi við lög og reglur. Þá var lögð fram sú breyting á lögunum að tryggingar sem keyptar voru fyrir 1. desember á síðasta ári yrðu skattfrjálsar áfram. Efnahags- og skattanefnd leggur til breytingartillögu þar sem lagt er til að þessar tryggingar verði alfarið skattfrjálsar og við sjálfstæðismenn styðjum það eindregið eftir fyrri breytingu.