139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

stjórn vatnamála.

298. mál
[11:22]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tel afar mikilvægt við þessa atkvæðagreiðslu að alþingismenn hafi í huga að þegar settur er lagatexti á hinu háa Alþingi þá séu lögin þannig orðuð að almenningur skilji þau. Ég styð þá breytingartillögu sem er gerð við frumvarpið um það að í stað orðsins „vatnshlot“ í þeim beygingarmyndum sem það kemur fyrir í verði notað orðið vatnsheild.