139. löggjafarþing — 105. fundur,  7. apr. 2011.

efling skapandi greina.

493. mál
[11:26]
Horfa

Skúli Helgason (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Umræður um atvinnumál á Íslandi hafa því miður verið hert í eldi átaka og sundurþykkju oft og tíðum. Því er það sérstakt gleðiefni að hv. menntamálanefnd flytur þingsályktunartillögu í heild sinni sameinuð þvert á flokka um að stutt verði við uppbyggingu á vaxtargrein í samfélagi okkar, sem eru skapandi greinar. Kveikjan er rannsókn sem er tímamótarannsókn og leiðir í ljós að þessi grein er þegar að skila tæpum 200 milljörðum kr. inn í þjóðarbúið á ári og skapar 940 ársverk.

Með þessari tillögu er lagt til að stofnaður verði formlegur samráðsvettvangur fulltrúa allra flokka og fulltrúa skapandi greina um frekari stefnumótun og aðgerðir til að efla enn frekar þessa atvinnusköpun í landinu. Ég tel að þetta sé mikilvæg stuðningsyfirlýsing þingsins við vaxtargrein í okkar þjóðarbúskap og styð þessa tillögu heils hugar.