139. löggjafarþing — 106. fundur,  7. apr. 2011.

fjármálafyrirtæki.

659. mál
[12:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. framsögumanni nefndarálits fyrir ræðuna og skýringu á nefndarálitinu. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort það hefði verið rætt í nefndinni að þetta kynni að gefa fordæmi. Það að menn skuli breyta þessu núna segir að þetta hafi ekki verið í lagi áður og að dómapraxísinn hafi átt rétt á sér og menn séu sem sagt að laga forsendur málsins núna þegar barnsskónum er löngu slitið. Var rætt í nefndinni að þetta gæti hugsanlega haft áhrif á meðferð mála í allri Evrópu? Þegar menn breyta þessu mun verða sagt: Menn breyttu þessu af því að þetta var ekki í gildi.