139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[15:48]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um 36. gr. sem fjallar um réttinn til andsvara. Ég tel að í þessu ákvæði sé tekið gott tillit til bæði hagsmuna almennings og fjölmiðla. Það er rétt, eins og fram kom í máli hv. þm. Róberts Marshalls, að í núgildandi lögum, bæði um prentrétt og í útvarpslögum, er að finna sambærileg ákvæði en í þessu frumvarpi er hins vegar réttur blaða- og fréttamanna aukinn frá því sem nú er því að tiltekin eru talsvert mörg tilvik sem gefa fjölmiðlunum rétt til að synja beiðnum um andsvar ef þær hafa verið settar fram með þeim hætti að ekki er um að ræða beina leiðréttingu á staðreyndum sem fram hafa komið í fréttum eða að vegið er t.d. að hagsmunum þriðja aðila. Ég tel að í þessu ákvæði sé gott jafnvægi á milli hagsmuna almennings og fjölmiðla og segi já.