139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

fjölmiðlar.

198. mál
[15:53]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég geri alvarlegar athugasemdir við þetta nýja ákvæði til bráðabirgða, en þar kemur fram að endurskoða skuli lögin innan þriggja ára. Í meirihlutaáliti menntamálanefndar kemur fram, með leyfi forseta:

„Meiri hlutanum þykir rétt í ljósi þeirra grundvallarbreytinga sem þetta frumvarp felur í sér að heimilt verði að endurskoða lögin að þremur árum liðum, þá sér í lagi ef þörf er á að skýra eða breyta ákvæðum þegar reynsla hefur komið á framkvæmd laganna.“

Frú forseti. Það er ekki hlutverk Alþingis að setja lög sem svona ákvæði eru inni í, með endurskoðun, því að hér erum við setja lög sem eiga að gilda til margra ára. Við eigum ekki endalaust að setja lög sem gilda stuttan tíma í senn og þar að auki ekki taka það fram í lagatexta. Það eru ófær vinnubrögð að mínu mati. Ég sit hjá.