139. löggjafarþing — 108. fundur,  11. apr. 2011.

innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta.

237. mál
[15:57]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Í nefndaráliti mínu geri ég tillögu um að vísa þessu máli frá. Það er ótækt og mér finnst felast í frumvarpinu allt of mikil áhætta fyrir Ísland. Ég var með varatillögur sem voru eiginlega varavaratillögur og ætlaði að láta þær koma til atkvæðagreiðslu ef Icesave yrði samþykkt, en þær eru sem sagt dregnar til baka.