139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

landslénið .is og önnur íslensk höfuðlén.

725. mál
[19:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að við séum ekki með þessum lögum að skerða atvinnuréttindi eigenda þessa fyrirtækis. Mér fannst hv. þingmaður ganga of langt í áherslum sínum fyrir hönd fyrirtækisins og ég vildi koma þar með mótvægi á móti og vísa til hagsmuna viðskiptavina og skattborgarans. Ef ég hef gengið of langt, sem ég kann að hafa gert og hef grun um að ég hafi gert, bið ég þingmanninn afsökunar á því. Það sem við erum að sjálfsögðu að gera, bæði ég og hv. þingmaður, er að leita leiða til að skapa eðlilegt og gott rekstrarumhverfi og öruggt fyrir þessa starfsemi, fyrirtækinu til góðs og að sjálfsögðu fyrst og fremst þeim sem eru viðskiptavinir þess.