139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

sveitarstjórnarlög.

726. mál
[21:14]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir kom með ágæta hugvekju um kosningarrétt. Ég tek heils hugar undir hana. Þetta er búið að vera mér lengi hugleikið. En við erum sem sagt búin að ná mun á kosningarrétti niður um helming.

Hv. þingmaður gat þess með réttu að metin yrðu áhrif frumvarpa á fjárhag ríkisins og þar sem verið er að leggja til hér að líka verði metin áhrif frumvarpa á fjárhag sveitarfélaga langar mig að spyrja: Eigum við ekki að taka málið til enda og athuga fjárhagsleg áhrif frumvarpa á fyrirtæki og fjölskyldur í landinu?