139. löggjafarþing — 110. fundur,  12. apr. 2011.

verslun með áfengi og tóbak.

703. mál
[22:15]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Þetta var ekki grín vegna þess að í 2. mgr. 4. gr. er verið að framselja ákveðið lagavald. Hér stendur, með leyfi frú forseta:

„ÁTVR starfar samkvæmt stefnu stjórnvalda í áfengis- og tóbaksmálum á hverjum tíma.“

Hér er verið að leggja það í hendur stjórnvalda hvernig sú stefna er. Það getur verið að til valda komist ríkisstjórn sem hefur allt aðra skoðun á þessu en menn hafa í dag, sem t.d. vildi stuðla að aukinni neyslu áfengis. Mér finnst vera dálítið varasamt að víkka svona út heimild ráðherra og hæstv. ríkisstjórnar

Svo er náttúrlega spurningin með það að þrátt fyrir öll þessi ákvæði og öll þessi boð og bönn vex áfengisneyslan stöðugt og ekkert virðist duga.