139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

varamenn taka þingsæti.

[16:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa bréf frá þingflokksformönnum Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar um að Þuríður Backman, 5. þm. Norðaust., og Sigmundur Ernir Rúnarsson, 7. þm. Norðaust., verði erlendis í opinberum erindum á næstunni og geti ekki sótt þingfundi.

Í dag taka sæti á Alþingi varamenn þeirra, Bjarkey Gunnarsdóttir og Logi Már Einarsson.

Þá hefur borist bréf frá formanni þingflokks sjálfstæðismanna um að Þorgerður K. Gunnarsdóttir, 5. þm. Suðvest., sé stödd erlendis og geti ekki sótt þingfundi á næstunni.

Í dag tekur sæti varamaður hennar, Víðir Smári Petersen, sem er þriðji varamaður Sjálfstæðisflokks í Suðvest., en fyrsti og annar varamaður hafa boðað forföll.

Þau Bjarkey Gunnarsdóttir, Logi Már Einarsson og Víðir Smári Petersen hafa áður tekið sæti á Alþingi og eru boðin velkomin til starfa á ný.

Einnig hefur borist bréf frá formanni þingflokks Samfylkingarinnar um að Jónína Rós Guðmundsdóttir, 10. þm. Norðaust., sé í opinberum erindagjörðum erlendis, og frá þingflokksformanni Sjálfstæðisflokks um að Jón Gunnarsson hafi boðað veikindaforföll. Þau geta ekki sótt þingfundi á næstunni.

Í dag taka sæti varamenn þeirra, Helena Þ. Karlsdóttir og Eva Magnúsdóttir.

Kjörbréf Helenu Þ. Karlsdóttur og Evu Magnúsdóttur hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt.