139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

rannsókn kjörbréfs.

[16:02]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Loks hefur borist bréf frá þingflokksformanni Samfylkingarinnar, dags. 13. apríl, um að Valgerður Bjarnadóttir sé erlendis í opinberum erindum og geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Óskað er eftir því að fjórði varamaður á lista Samfylkingarinnar í Reykv. n., Ósk Vilhjálmsdóttir, taki sæti á Alþingi á meðan. Jafnframt hafa borist skeyti frá fyrsta, öðrum og þriðja varamanni um að þau geti ekki tekið sæti að þessu sinni.

Að ósk forseta hefur landskjörstjórn komið saman og gefið út kjörbréf handa Ósk Vilhjálmsdóttur. Jafnframt hélt kjörbréfanefnd fund í dag til þess að fjalla um kjörbréfið.