139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

rannsókn kjörbréfs.

[16:03]
Horfa

Frsm. kjörbn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Kjörbréfanefnd kom saman til fundar í hádeginu og rannsakaði þar kjörbréf fyrir Ósk Vilhjálmsdóttur sem skipaði 9. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjav. n., en kjörbréfið var útgefið á fundi landskjörstjórnar kl. 11 árdegis.

Þó að nú sé mjög til siðs að ógilda kosningar er það einróma tillaga kjörbréfanefndar að staðfest verði kjörbréf fyrir Ósk Vilhjálmsdóttur. Auk mín standa að því áliti hv. þm. Þórunn Sveinbjarnardóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Margrét Tryggvadóttir.