139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[16:06]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Áður en umræðan fer fram vill forseti geta þess að samkomulag er á milli þingflokka um fyrirkomulag umræðunnar og stendur hún í rúmar fimm klukkustundir með sex umferðum. Andsvör verða ekki leyfð. Atkvæðagreiðslur verða að lokinni umræðunni.