139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[18:54]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg):

Forseti. „Ég er búinn að fylgjast með þessu í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska og valdabarátta.“

Með leyfi forseta, vitna ég hér í orð Styrmis Gunnarssonar, fyrrum eins af mestu valdamönnum í Sjálfstæðisflokknum, eins og hann lýsir arfleifð Sjálfstæðisflokksins eftir 18 ára setu í ríkisstjórn. Þetta eru ein bestu rök sem hægt er að finna fyrir því að fella þá traustsyfirlýsingu sem Sjálfstæðisflokkurinn er að biðja Alþingi um að gefa sér í dag og það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.