139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:15]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Það er öllum ljóst að þessi ríkisstjórn er ekki starfhæf. Það er öllum ljóst að henni hefur ekki tekist að takast á við þau verkefni sem við okkur hafa blasað. Það er líka öllum ljóst að fram undan eru mjög krefjandi verkefni sem krefjast styrkrar forustu í landsmálunum. Það er því öllum ljóst að þessi ríkisstjórn mun ekki leysa úr þeim vanda.

Þess vegna segi ég já.