139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:17]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Sjálfstæðisflokkurinn hefur dregið okkur aftur ofan í ómerkilegan pólitískan skotgrafahernað, ómálefnalegan sandkassaleik sem engu skilar og gefur meira tilefni til að samþykkja vantraust á stjórnarandstöðuna en á ríkisstjórn Íslands. Alþingi þarf ekki á enn einu vantraustinu að halda, Alþingi þarf á trausti að halda. Það gerum við með málefnalegum umræðum, pólitískri samvinnu og forustu fyrir uppbyggingu landsins. Við skulum hætta þessu ómerkilega karpi og halda áfram að vinna að endurreisn Íslands.

Ég segi nei.