139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:18]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Sú vantrauststillaga sem hér liggur fyrir var ekki bara lögð fram í kjölfarið á þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Hún var lögð fram í umræðum um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave sagði þjóðin nei ásamt Framsóknarflokknum. Það var þvert á það sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna hafði gert sem og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Þessi vantrauststillaga er því lögð fram á veikum grunni. Hún er líka að mínu mati með öllu ótímabær vegna þess að ef menn hefðu beðið, andað með nefinu, tel ég að það hefði verið hægt að leggja fram síðar á þessu þingi vantrauststillögu sem hefði getað leitt til þess að ríkisstjórnin hefði farið frá völdum. Þetta er (Gripið fram í.) algjörlega (Forseti hringir.) ótímabært. En svo að það sé algerlega á hreinu að ég styð ekki þessa ríkisstjórn (Forseti hringir.) ætla ég engu að síður að segja já við þessari vantrauststillögu. (Utanrrh.: …efni.)

(Forseti (ÁRJ): Forseti hvetur hv. þingmenn til að virða hér tímamörk.)