139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:21]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka það tækifæri sem við stjórnarliðar höfum fengið í dag til að koma ítarlega á framfæri við þjóðina stefnu okkar og tillögum ríkisstjórnarinnar í þeim stóru verkefnum og viðfangsefnum sem fram undan eru. Ég held að þessi umræða skilji það eftir að það hafi verið frumhlaup hjá sjálfstæðismönnum að bera fram þessa tillögu. Umræðan sýnir að þessi vantrauststillaga á þessa ríkisstjórn hefur hitt sjálfstæðismenn sjálfa fyrir.

Ég segi nei.