139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:25]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Mér er vandi á höndum. Ég get ekki stutt höfuðlausn Bjarna Benediktssonar og ekki þær forsendur sem þessi tillaga í heild sinni er lögð fram á. Ég get ekki heldur lýst yfir stuðningi eða trausti við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, það kemur ekki til greina.

Ég hef því ákveðið að styðja fyrri hluta þessarar tillögu á mínum eigin forsendum en hafna leiðakerfi strætisvagns Sjálfstæðisflokksins þar sem ferðalagið endar alltaf með ósköpum.

Ég segi já við vantrausti.