139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:29]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Íslenska þjóðin er algerlega búin að fá nóg af því að komast ekkert áfram. Við viljum fá lausnir og við viljum hafa sýn. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur enga sýn. Þess vegna á þessi ríkisstjórn að fara frá. Þess vegna eigum við að styðja vantraust á þessa ríkisstjórn. Íslenska þjóðin á að fá tækifæri til að kjósa og segja hver hennar sýn er. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er rúin trausti. Hennar tími kom, en hennar tími er liðinn.

Ég segi já.