139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:31]
Horfa

Róbert Marshall (Sf):

Virðulegur forseti. Kosningar núna mundu fela í sér að við fengjumst ekki við neitt annað næstu þrjá til fjóra mánuðina, ný stjórn þyrfti að taka við og ekkert mundi gerast í málefnum atvinnulausra. Er það mat Sjálfstæðisflokksins á þessum tímapunkti að það sé það sem þjóðin þarf á að halda? (Gripið fram í.)

Það eru gríðarlega mikil verkefni fram undan. Við ætlum að gera grundvallarbreytingar á fiskveiðistjórninni. Við ætlum að klára viðræður við Evrópusambandið og við ætlum að fá að sjá tillögur að nýrri stjórnarskrá lýðveldisins. Þetta eru þau verkefni sem við blasa. Þau eru í gangi og það versta sem hægt er að gera á þessu augnabliki og þessum tímapunkti í sögu þjóðarinnar er að fara að rjúfa þing og stefna öllu í upplausn í þrjá til fjóra mánuði við stjórn landsins. Það er það síðasta sem við þurfum á að halda.

Ég segi nei.