139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:33]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Frú forseti. Sú er hér stendur vill viðhafa réttlátan og sanngjarnan málflutning. Því segi ég að ríkisstjórnin hefur gert margt gott við mjög erfiðar aðstæður. Annað sem hún hefur gert hefur ekki gengið upp. Ríkisstjórnin er mjög veik, aðallega vegna innbyrðis átaka. Hún er of veik til að halda óbreytt áfram. Við þurfum því uppstokkun.

Ég vil nýja ríkisstjórn. Ég vil sjá ríkisstjórn Framsóknarflokks og sitjandi stjórnarflokka byggða á nýjum málefnagrunni. Sjálfstæðisflokkurinn og Hreyfingin gætu þá veitt slíkri ríkisstjórn verðugt aðhald.

Í nýjum málefnagrunni yrði lögð áhersla á að tala máli Íslands á alþjóðavettvangi vegna Icesave. Þar yrði lögð áhersla á atvinnumál og skuldavanda heimilanna og að tryggja nauðsynlegan pólitískan stöðugleika á miklum óvissutímum.

Ég segi því já.