139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:43]
Horfa

Þráinn Bertelsson (Vg):

Virðulegi forseti. Vegna þeirra sem eru atvinnulausir, vegna þeirra sem eru skuldum vafðir, vegna þeirra sem hrekjast úr landi, vegna þeirra sem eiga um sárt að binda eftir 18 ára óstjórn Sjálfstæðisflokksins og þess hruns sem hann leiddi yfir þjóðina vil ég þakka hv. þm. Bjarna Benediktssyni fyrir þetta tækifæri til að votta stjórn félagshyggjuflokkanna traust mitt á þessum stað og á þessari stundu. Megi þessi stjórn lengi lifa.

Ég segi nei við vantraustinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)