139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:47]
Horfa

Ásmundur Einar Daðason (Vg):

Frú forseti. Við lifum á tímum þar sem forgangsröðun á að vera sett í öndvegi. Við lifum á tímum þar sem þarf að skera niður og við erum að taka á okkur miklar þrengingar. Á sama tíma eru settir milljarðar, mikill tími og vinna í Evrópusambandsumsókn. Þrír flokkar á Alþingi eru mótfallnir inngöngu Íslands í Evrópusambandið.

Nú verður að stokka upp, nú verður að stöðva þessa Evrópusambandsvegferð, setja hana í annan farveg. Ég segi því já við þeirri tillögu sem hér er lögð fram.