139. löggjafarþing — 111. fundur,  13. apr. 2011.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

751. mál
[21:52]
Horfa

Björgvin G. Sigurðsson (Sf):

Frú forseti. Ég tek undir það að umræðan í dag hefur um margt verið góð og gagnleg. Til dæmis hefur það komið vel fram í máli forustumanna ríkisstjórnarinnar að henni hefur gengið vel við að koma á jöfnuði í ríkisfjármálum og um leið að vinna mörgum réttlætismálum brautargengi, málum á borð við eignarhald þjóðarinnar á auðlindum sínum og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

Þá er ótalið að þessi ríkisstjórn hefur leitt stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í lýðræðislegt ferli. Það mál er umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Þessari ríkisstjórn einni treysti ég til að leiða það mál til lykta og koma með samning í þjóðaratkvæði innan tveggja ára.

Því segi ég að sjálfsögðu nei við vantrausti á þessa ríkisstjórn.