139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

Beina brautin.

[10:58]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Til að taka af allan vafa er Fjármálaeftirlitið núna að ljúka endurmati á eignasafni fjármálafyrirtækjanna og þá mun eiginfjárkröfunum verða breytt á þann veg að lán sem eru í vanskilum hafi í för með sér mikinn kostnað fyrir fjármálafyrirtækin þannig að það verður mjög erfitt fyrir bankana að gera ekki neitt strax og þessari vinnu er lokið.

Það þarf líka áfram að stilla saman strengi og þrýsta á bankana til að vinna hratt úr þessu máli. Það er enginn vandi fyrir einn banka að sannfæra sjálfan sig um að það borgi sig fyrir hann að bíða aðeins, en það er gríðarlegt tjón fyrir samfélagið þegar allir bankarnir bíða og veldur verulegri hættu á að við læsumst í vítahring efnahagslegrar stöðnunar. Það verður ekki liðið.