139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og jarðhita.

77. mál
[11:12]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Umhverfisnefnd og iðnaðarnefnd héldu tvo sameiginlega fundi um þetta mál. Hér er lagt til að iðnaðarráðherra vinni í samráði við umhverfisráðherra að langtímaverndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhita og að iðnaðarráðherra leggi hana fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu eigi sjaldnar en á fjögurra ára fresti. Í áætluninni verði mótuð stefna um verndar- og nýtingargildi landsvæða og virkjunarkostir skilgreindir í þrjá mikilvæga flokka, nýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk. Hér er horft til mikillar framtíðar sem tryggir markvissa stefnu í þessum viðkvæma málaflokki til hagsbóta fyrir landsmenn.

Verði þetta frumvarp að lögum tryggir það það að ekki verður lengur byggt á tilfinningamati einstakra ráðherra heldur unnið á faglegum nótum. Ég er því mjög fylgjandi þessu frumvarpi.