139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum.

13. mál
[11:28]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Hvaða rök ættu að standa til þess að einokunariðnaður sæti ekki almennu samkeppniseftirliti? Í þessari atkvæðagreiðslu reynir einfaldlega á það hvaða alþingismenn setja í forgang sjónarmið um frjálsa verslun og samkeppni og hverjir setja sérhagsmunagæsluna í öndvegi. Nái breytingartillagan ekki fram að ganga verður því miður ekki hægt að gera þetta annars góða mál að lögum hér fyrir páska. Ég óska eftir því að það gangi þá til sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar til frekari umfjöllunar fram eftir sumri þannig að við getum reynt að ná sátt um málið og þær breytingar sem hér þarf að gera. Þá munum við sitja hjá við frekari breytingartillögur og afgreiðslu málsins sjálfs en freista þess að ná sátt milli 2. og 3. umr. svo að þingið geti staðið saman (Gripið fram í.) um afgreiðslu þessa annars ágæta máls. (Gripið fram í.)