139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

tekjuskattur.

300. mál
[11:35]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég legg til í breytingartillögu að skattfrelsi bóta sjúkdómatrygginga verði aðeins fram til loka árs 2014 til að knýja fram endurskoðun í ljósi reynslunnar. Ástæðan eru áhyggjur mínar af því að skattfrelsi muni ýta undir þróun tvöfalds velferðarkerfis líkt og er í Bandaríkjunum, þ.e. velferðarkerfis hinna efnaminni með lágmarksréttindum og lágmarksbótum og velferðarkerfis hinna efnameiri með viðbótarréttindum og viðbótargreiðslum. Það er von mín að þessi breytingartillaga verði samþykkt, að öðrum kosti mun ég sitja hjá við afgreiðslu þessa frumvarps.