139. löggjafarþing — 112. fundur,  14. apr. 2011.

vatnalög og rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

720. mál
[14:24]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í þessu efni var í raun og veru miðað við afskriftatíma eins og ég fór yfir í ræðu minni, þ.e. vatnsaflsvirkjanir eru miðaðar við að afskriftatími þeirra sé um 40 ár. Jafnframt var horft til nágrannaríkja okkar og annarra þeirra sem nýta með ábyrgum hætti sambærilegar auðlindir og því er þessi niðurstaða fengin. 20 ár varðandi sjávarútveginn er að mínu mati of langur tími en 20 ár væru hugsanlega of stuttur tími hvað varðar verðmyndun og verð til neytenda á orkumarkaði — að því leyti eru þetta ólíkar auðlindar. En ég er alveg sammála hv. þingmanni um að við hljótum að vera með sambærileg markmið. Þó að aðferðafræðin til innheimtu á þessum auðlindagjöldum verði kannski ólík hljótum við að vera með sambærileg markmið varðandi allar auðlindir okkar Íslendinga til að tryggja að íslenska þjóðin, eigandi auðlindanna, fái sem allra mest í sinn hlut (Forseti hringir.) af nýtingu þeirra.